Icelandair hótel bjóða upp á níu glæsileg hótel, sjö þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Veitingastaður á Icelandair hótel Klaustri

Jól á Icelandair hótel KlaustriJólin og áramótin á Icelandair hótel Klaustri

Á aðfangadag bjóðum við upp á hátíðlegt jólahlaðborð í fallegu umhverfi og kyrrð. 
24. desember - verð kr. 13.500 á mann
Kl. 18.00 - fordrykkur

Á gamlárs- og nýárskvöld bjóðum við upp á glæsilegt nýárshlaðborð sem enginn verður svikinn af. 
31. desember og 1. janúar - Verð kr. 13.500 á mann. 
Fordrykkur kl. 18.00 og eftir kvöldverðinn um kl. 20.30 er ekki úr lagi að slást í för með þorpsbúum í árlegu brennuna á gamlárskvöld og horfa á heimamenn skjóta upp flugeldum eins og þeim er lagið. 


 

Veitingar á Icelandair hótel Klaustri

Fyrsta flokks veitingar

Á Icelandair Hótel Klaustri er notalegur veitingastaður sem rúmar allt að 150 manns í sæti. Til þess að auka enn á ánægjuna er útsýnið stórbrotið frá veitingastaðnum. Boðið er upp á lambakjöt, bleikju og annað góðgæti sem oftast kemur úr sveitinni í kring. Í nóvember ætti enginn að láta villibráðina framhjá sér fara og þá er jólahlaðborðið alltaf á sínum stað.

Kvöldseðill veitingastaðarins er í boði:

  • Kl. 18:00 - 21:30 (1. júní - 15. september)
  • Kl. 18:30 - 21:00 (16. September - 31. maí)

Sjá kvöldmatseðil hér
Sjá Bistro matseðil hér - afgreiddur frá kl. 12:00 -16:00

Vínseðill


Icelandair hótel Klaustur

Hótelbarinn

Hótelbarinn er nýlega endurnýjaður en þar er rólegt og gott andrúmsloft og tilvalið að setjast niður og njóta tilverunnar hvort sem er fyrir eða eftir mat.

Pallurinn við barinn er einnig tilvalinn til að njóta veðurblíðunnar og veitinga um leið, ásamt því að blanda geði við aðra góða gesti.

Barinn er opinn kl. 12.00 – 00.00.


Icelandair hótel Klaustur

Morgunverðarhlaðborð

Við bjóðum upp á dýrindis morgunverðarhlaðborð alla daga:

  • kl. 07.00 – 09:30 (1. júní – 15. september)
  • kl. 07:30 – 09:30 (16. september – 31. maí)

Ef þú óskar eftir snemmbúnum morgunmat, fyrir kl. 07:00, eða herbergisþjónustu - vinsamlegast hafðu samband við móttökuna kvöldið áður og við aðstoðum þig með gleði.


 

Veitingar á Icelandair hótel KlaustriLindarbleikja

Hin víðfræga Lindarbleikja frá Lindarfiski er á matseðlinum okkar en hún er af mörgum talin besta bleikja sem völ er á, enda alin upp í vatni sem kemur beint undan Skaftáreldahrauninu. Við berum Lindarbleikjuna á borð fyrir gesti á fjölbreytta vegu, hvort sem er ferska eða reykta.


 Nánari upplýsingar í síma: 487 4900 eða á klaustur(hjá)icehotels.is

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Klaustur
Klausturvegi 6
880 Kirkjubæjarklaustur

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 487 4900
klaustur(hjá)icehotels.is