Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Klaustur

Icelandair hótel Klaustur

Framúrskarandi þjónusta

Icelandair hótel Klaustur er notalegt sveitahótel staðsett mitt í stórbrotinni náttúru Suðurlands. Klaustur er annálaður staður fyrir góð veður og hlýindi, fyrir utan alla hlýjuna sem kemur frá starfsfólki hótelsins, en við leggjum mikið upp úr því að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Falleg og stílhrein skandinavískt hönnun einkennir hótelið. Hér er gott að funda, enda friður mikill í náttúrukyrrðinni. Á glæsilegum veitingastað okkar framreiðum við fyrsta flokks veitingar líkt og hina frægu Klausturbleikju sem og annað ferskmeti. 


Icelandair hótel Klaustur

Mikilfeng náttúra

Icelandair hótel Klaustur er staðsett á Kirkjubæjarklaustri sem er milli tveggja jökla á Suðausturlandi, Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Kirkjubæjarklaustur er rómað fyrir veðurblíðu og hægt er að fullyrða að hótelið sé því staðsett á heitasta svæði landsins. Landslagið í kringum hótelið einkennist af fjöllum, vatni og grónun grundum. Mikið er um skipulagðar ferðir með leiðsögumanni auk þess stutt er í Þjóðgarðinn í Skaftafelli og á Breiðamerkursand. Þessi friðsæli staður er  nokkuð langt frá Reykjavík og er því hægt að einbeita sér að fallegri náttúru suðausturlands. Hér má sjá gönguleiðir, stuttar sem langar, í umhverfi hótelsins.


Icelandair hótel Klaustur

Pallurinn

Á góðviðrisdögum geta gestir tyllt sér út á sólpallinn okkar og notið veðurblíðunnar og veitinga. Þar má einnig stíga dansspor ef slík er stemningin og tilvalið að blanda geði og deila ferðasögum með öðrum gestum.


Icelandair Hotel KlausturHótelstjórinn Sveinn Hreiðar Jensson

Sveinn Hreiðar Jensson tók við hótelstjórastarfi á Klaustri á haustdögum 2011. Hann hefur áralanga reynslu úr hótel og veitingabransanum eða allt frá árinu 1998 og hefur þá bæði unnið sem yfirþjónn og veitingastjóri í Reykjavík og á landsbyggðinni. Fyrir nokkrum misserum lá leið hans í hótelstjóraskólann í Sviss þar sem hann útskrifaðist árið 2011.


Icelandair hótel Klaustur

Á Klaustri...

  • Innritun er eftir kl. 14:00 á komudegi og útskráning eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi.
  • Hæsta tré á Íslandi er sitkagrenitré í skógarreit á Kirkjubæjarklaustri.
  • Erró ólst upp á svæðinu og prýðir verk eftir hann hótelið.

Icelandair hótel Klaustur

  • Sjálfur Kjarval ólst hér upp og málaði hann mörg sín frægustu verk hér.
  • Fyrirmyndir Kjarvals sjást beint út um glugga hótelsins.
  • Sundlaug Kirkjubæjarklausturs og íþróttasalur er í tveggja mínútna göngufæri.
  • Fáðu þér gönguleiðabækling hjá okkur og haltu út í ævintýrið.

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira