Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hótelstjórinn Sveinn Hreiðar Jensson

Icelandair hótel Klaustur Icelandair hótel Klaustur

Sveinn Hreiðar Jensson tók við hótelstjórastarfi á Klaustri á haustdögum 2011. Hann hefur áralanga reynslu úr hótel og veitingabransanum eða allt frá árinu 1998 og hefur þá bæði unnið sem yfirþjónn og veitingastjóri í Reykjavík og á landsbyggðinni. Fyrir nokkrum misserum lá leið hans í hótelstjóraskólann í Sviss þar sem hann útskrifaðist árið 2011.

Sveinn ólst upp á bóndabænum Hátúnum í Skaftárhreppi rétt utan við Klaustur og í uppeldinu fékk hann að heyra fjöldan allan af sögum um drauga og álfa og minnist þess að það sé hægt að finna sögu á bak við hverja þúfu á svæðinu. Að hans mati eru Lakagígar og ströndin á Klaustri best geymdu leyndarmálin á svæðinu. Fjallabaksleið syðri er einn af uppáhaldsstöðum Sveins á Íslandi enda er náttúran stórbrotin.

Með nýjum hótelstjóra koma nýjar áherslur í rekstrinum, til dæmis verður lögð meiri áhersla á grænar lausnir ásamt því að nýting á afurðum úr heimabyggð mun verða í hávegum höfð á  matseðlinum á veitingastaðnum en nú þegar má finna m.a finna hina landsfrægu klausturbleikju og rófur.

Hestamennskan er hótelstjóranum kær og er það ekki bara út af tengingu við náttúruna og ferðalögum sem henni fylgir heldur er þetta kjörinn vettvangur til þess að slaka á eftir annasaman dag. Göngur og réttir eru einnig ómissandi hefð á haustin og væri það alveg mögulegt að koma því við að Sveinn bjóði gestum hótelsins að kynna sér þennan árlega viðburð í sinni heimasveit.

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira