Icelandair hótel bjóða upp á níu glæsileg hótel, sjö þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Klaustri

Fjórir rúmgóðir fundarsalir

Á Klaustri ríkir einstök kyrrð. Það er hvergi betra að halda vinnufundi, námskeið, málstofur eða hvataferðir, því andinn sem skapast þegar hópurinn er laus við allar utanaðkomandi truflanir er bæði ánægjulegur og árangursríkur.

Icelandair hótel Klaustur er góður vettvangur til þess að halda fundi og ráðstefnur. Aðalsalurinn tekur allt að 150 manns í sæti og minni salirnir henta sérlega vel fyrir einkasamkvæmi og fundi. Salirnir eru búnir öllu því sem góður fundarsalur þarf að prýða eins og skjávarpa, skjá, tússtafla og flettitafla, auk þráðlaus aðgangs að interneti. Til viðbótar við þessa nauðsynlegu þætti getum við séð um að gestir verði ekki svangir meðan á fundi stendur. Starfsfólk okkar bregst við öllum þínum óskum og sér til þess að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur, við tryggjum að allt sé klárt fyrir viðburðinn.

Dagsfundarpakkar

Hálfur dagur
    Kaffi, te og ávaxtasafi
    Morgun- eða síðdegishressing

Heill dagur
    Kaffi, te og ávaxtasafi
    Morgunhressing
    Tveggja rétta matseðill
    Síðdegishressing

Verð
    Hálfur dagur kr. 2.400,- á mann
    Hálfur dagur kr. 6.300,- á mann með tveggja rétta matseðli
    Heill dagur kr. 3.400,- á mann
    Heill dagur kr. 6.900,- á mann með tveggja rétta matseðli

Gildir fyrir 10 manns eða fleiri.

Frekari upplýsingar má nálgast í gegnum netfangið: conference@icehotels.is eða í síma 444 4040

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Klaustur
Klausturvegi 6
880 Kirkjubæjarklaustur

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 487 4900
klaustur(hjá)icehotels.is