Icelandair hótel bjóða upp á níu glæsileg hótel, sjö þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Matseðill | Icelandair hótel Hérað

Eldhúsið okkar
Matreiðslumeistarinn okkar er Guðjón Rúnar Þorgrímsson en hann sérhæfir sig í hreindýri "konungi Austurlands".

Kokkarnir Guðjón og Sindri sækja allt hráefni í réttina okkar héðan úr heimabyggð sé þess kostur. Icelandair Hótel Hérað er stoltur þátttakandi í Austfirskum krásum. Við verslum við bændur á Héraði og notum einungis úrvals íslenskt kjöt. Jurtir, salat og árstíðabundið lífrænt ræktað grænmeti fáum við frá Eymundi og Eygló í Vallanesi. 

Icelandair hótel Hérað

 

Forréttir 

Humarsúpa
Rjómalöguð humarsúpa með smjörsteiktum humarhölum
2.550.-

Rækjur og hvítlaukur
Steiktar risarækjur með hvítlauk og eldpipar að hætti Spánverja
2.390.-

Hreindýraþrenna
Hreindýralifrarkæfa, hreindýrapate, reykt hreindýrahjarta, sultuð ber, stökkt brauð, salat og Havarti ostur frá Egilsstöðum
2.790.-

Salat frá Vallanesi og rótargrænmeti Icelandair hótel Hérað
Salat með bökuðu rótargrænmeti, tómat, gúrku, papriku, ólífum og feta osti frá Egilsstöðum
2.790.-

 

Léttir réttir

Íslensk kjötsúpa
Íslenskt lambakjöt, rótargrænmeti og bygg frá Vallanesi
2.390,-

Kjúklingur 
Grilluð kjúklingalæri með sætum kartöflum, kúskús og jógúrtsósu
3.150,-

Grænmetisréttur
Falafel með salati, fetaosti og jógúrtsósuIcelandair hótel Hérað2.850,-

Fiskur og franskar - fullkomið til að deila
Djúpsteikur fiskur með salati, frönskum og hvítlaukssósu 
2.990,-

Kjúklingavængir - fullkomið til að deila
Steiktir kjúklingavængir með gráðostasósu
1.650,-

 

Aðalréttir

 

Hreindýr 
Hreindýrasteik með soðbakaðri kartöflu, grænertu mauki, steiktum sveppum rauðrófum og  rauðvínssósu 
7.550.-

Nautalund Icelandair hótel HéraðKolagrilluð nautalund með bakaðri kartöflu, steiktum sveppum, salati og grænpiparsósu
5.490.-

Lamb á spjóti - fullkomið til að deila
Kolagrillað Marokkó kryddað lambakjöt á spjóti með bakaðiri kartöflu, salati og hvítlaukssósu
4.290.-

Hreindýraborgari 
120 gr. Hreindýraborgari grillaður með Dala Auði, sveppum, lauk, trufflu majónesi, sultuðum berjum úr skóginum og frönskum 
3.150,-

Fiskur dagsins
Besta frá fjörðunum. Spyrið þjóninnIcelandair hótel Hérað3.790.-

 

Eftirréttir 

Créme brûlée 
Mokka Crème Brûlée  og Bailey's ís
1.990,-

Skyr frá Egilsstaðabýlinu
Skyr, ber, hafrar og bakað í  hvítu súkkulaði
1.890,-

Ís og ávextir
Þrjár tegundir af ís með marengs og ávöxtum
1.790,-

Súkkulaðitvenna
Súkkulaði brownie og súkkulaði mús, ristaðar hnetur og vanilluís
1.890,-

 

Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 471 1500 eða á herad(hjá)icehotels.is

 

 

 

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is