Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Veitingastaður á Icelandair hótel Héraði

Jólahlaðborð

Allar helgar frá 15. nóvember bjóðum við upp á okkar margrómaða jólahlaðborð.
Ógleymanleg kvöldstund fyrir þá sem kjósa framúrskarandi þjónustu og umgjörð.
Verð á mann 9.750 kr. og tilboð fyrir hópa.
Fyrir hópa er jólahlaðborðið í boði öll kvöld vikunnar.
Happy hour á barnum fyrir matargesti alla daga frá kl. 17-19.

Jólatilboð

Jólahlaðborð og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði.
Verð á mann 17.500 kr.
Bætið við aukanótt fyrir 3.500 kr. á mann.

Bókanir og upplýsingar hjá starfsfólki okkar á staðnum, í síma 471 1500 og í tölvupósti á herad@icehotels.is.


 

Icelandair hótel Hérað - Veitingasalur

Hráefni úr heimahaga

Maturinn sem þú snæðir á Icelandair hótel Héraði hefur ekki ferðast langt. Laxinn og kræklingurinn koma úr Mjóafirði og annar fiskur úr Borgarfirði Eystri. Við fáum lífrænt grænmeti frá Móður Jörð, landnámsegg frá Miðhúsum og sveppi og ber úr Hallormstaðaskógi. Mjólkurafurðirnar eru ekki bara beint af býli heldur eru kýrnar nágrannar okkar líka. Kóróna matseðilsins er svo auðvitað sjálft austfirska hreindýrið.

Á hverju hausti fær matreiðslumeistarinn Guðjón Rúnar aðstoð fagmanna við að tína sveppi í skóginum, t.d. lerkisveppi. Einnig er boðið upp á heimagerða bláberja- og krækiberjasultu ásamt sírópi úr hrúta-, kræki- og bláberjum - tilvalið út á salatið.

Opnunartími:      Bar: 11.30 - 24.00             Veitingastaður: 11.30 - 21.30


 

Icelandair hótel Hérað - Brunch

Brunch 

Á sunnudögum frá september til loka maí býður Icelandair hótel Hérað upp á gómsætan brunch. Brunchinn er framreiddur frá kl. 11:30 - 14:00.

Verð á mann kr. 3.800.- 
Börn 6-12 verða borga hálft verð og frítt fyrir 5 ára og yngri. 

 


Icelandair Hótel Hérað - Bar og setustofa

Veisluþjónusta

Á Icelandair hótel Héraði eru fyrirtaks aðstæður til að halda veislur af hvaða tagi sem er. Við bjóðum frábærar veitingar sem kokkarnir okkar sníða að þínum óskum og getum aðstoðað með hugmyndir og við að setja saman matseðla við hæfi. Við höfum úr fjórum fallegum sölum að ráða sem rúma frá 12 og upp í 120 manns. Við höfum fyrsta flokks þjónustufólk og sjáum til þess að veislan þín verði sem best úr garði gerð. Við útbúum einnig alls kyns veislumat fyrir veislur út úr húsi.      

Pantanir og frekari upplýsingar í síma 471 1500 og á herad(hjá)icehotels.is


Icelandair hótel Hérað

Morgunverðarhlaðborð alla daga

 

Alla morgna er boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl. 7:00 - 9:30 með öllu því sem hugurinn girnist. Herbergisþjónusta er í boði fyrir þá sem byrja daginn fyrr. Vinsamlegast hafið samband við móttöku ef panta á herbergisþjónustu.


Icelandair hótel Hérað

Matseðill

Beint frá bónda
Við verslum við bændur á Héraði, erum í lykilhlutverki með austfirskar krásir og allt okkar kjöt er unnið af snillingunum hjá Snæfelli.  Jurtir, salat og árstíðarbundið grænmeti fáum við frá Eymundi og Eygló í Vallanesi og Kalli Sveins kemur með fiskinn daglega frá Borgarfirði.
Hjarta staðarins er kolaofninn Motilfrit, spænskur hágæða kolagrillofn, sem skilar fullkomnum safaríkum steikum og fiskréttum.


Icelandair hótel Hérað er einnig stoltur samstarfsaðili Landssamtaka sauðfjárbænda 
Íslenski sauðfjárstofninn hefur verið alinn á sjálfbæran hátt frá landnámi árið 874. Lömbin reika sjálfala yfir sumarið, drekka móðurmjólk og éta næringarríkan fjallagróður. Útkoman er sérstaklega hollt kjöt sem rómað er fyrir bragðgæði.

Smelltu hér til að skoða matseðilinn.


Happy hour á Icelandair hótel Héraði

Happy Hour 

Happy Hour á Héraði er á hverjum degi á sumrin kl. 17 - 19 og þá eru drykkir á hálfvirði. Á meðan barinn er opinn eru ýmsir léttir réttir í boði ásamt svokölluðum barbitum sem eru sérlega gómsætir með drykknum þínum. 


Barbitar á Icelandair hótel Héraði

Barinn - barbitar og léttir réttir

Barbitar til að neyta með drykknum á barnum sem og alls kyns léttir réttir eru í boði á barnum á opnunartíma eldhússins eða milli kl. 12 og 21:30 alla daga.


Frekari upplýsingar í síma 471 1500 og á herad(hjá)icehotels.is

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira