Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Vetrarævintýri á Egilsstöðum

Austurland er spennandi staður heim að sækja yfir vetrartímann. Skíðaferð í austfirsku alpanna (Oddskarð) er ævintýri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Hreindýr hafa alltaf gengið villt á Íslandi og hægt að sjá þeim bregða fyrir nálægt byggð á austurlandi yfir vetrartímann. Þau eru vel aðlöguð óblíðu umhverfi, þola mikinn kulda og geta fundið lykt af fæðu í gegnum tugi sentimetra af snjó. Villibráðahlaðborðin eru svo ómissandi hluti af vetrinum fyrir austan og ætti ferðalangurinn að gera sér dagamun þegar ferðast er um svæðið í október og nóvember og fá sér villibráð. Nánari upplýsingar um afþreyingu má finna á www.east.is

 

 

 

 

Hér fyrir neðan er videokynning af skíðasvæðinu í Fjarðabyggð

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira