Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Rómantík á Icelandair hótel Héraði

Rómantíkin ræður líka ríkjum hjá okkur og mælum við með því að byrja daginn á því að skoða bæði Byggðasafnið í safnahúsinu og Hús handanna þar sem íslensk hönnun og handverk úr héraðinu er til sýnis og sölu. Ef þið eruð á ferðinni í apríl þegar Tíróla hátíðin er haldin er fátt rómantískara en að fara á skíði með betri helmingnum. Tíróla er hérað í Austurríki og fær tírólatónlist að hljóma um fjallstindanna á hátíðinni langt fram á nótt. Rómantískur kvöldverður á veitingastað Icelandair hótel Héraðs með tilheyrandi sólarlagi af svölunum er ómissandi hluti af ferðinni. Þegar rökkva tekur er hægt að fara að Laugafelli í náttúrulega heita laug og njóta norðurljósanna áður haldið er heim á hótel í gómsæta máltíð og drykk á barnum.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira