Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Náttúrulaug að Laugarfelli

Að Laugarfelli sem er um 72 km frá Egilsstöðum er að finna náttúrulaug sem vinsæl er til baða jafnt um sumar sem vetur. Laugin er hringlaga, um 3,5 metri að breidd og um 70 cm djúp. Hún er grafin í moldarkenndan jarðveg og veggir hennar hlaðnir úr stóru, flötu grjóti. Hitastig Laugarfellslaugar er um 40°C.

Laugarfellslaug er í eigu  prestsetursins á Valþjófsstað. Til að komast að lauginni er ekið um Snæfellsveg (910) á Fljótsdalsheiði og beygt austur afleggjara sem liggur niður með Laugará en nú er búið að brúa vaðið sem áður var ófært fyrir fólksbíla og því hægt að keyra alla leið að Laugarfellsskálunum þar sem laugin er.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira