Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Frí á Egilsstöðum

Njóttu þess að vera í fríi með fjölskyldunni, betri helmingnum, vinahópnum eða vinnufélögunum. Það er nóg um að vera hjá okkur á Egilsstöðum.

Í fjölskylduferðinni er hlegið og leikið saman í skíðabrekkunum og í sundlauginni er slakað á í heitu pottunum á meðan börnin renna sér í rennibrautinni. Fjölskyldan gæti líka farið í gönguferð yfir Fljótið því það er alltaf spennandi að sjá hvort ormurinn lætur á sér kræla. Einnig er Selskógur með skemmtilegar gönguleiðir og leiksvæði fyrir börnin. Þegar komið er heim á hótel eftir annasaman dag og hungrið farið að segja til sín mælum við með vinsælasta réttinum á matseðlinum hjá bæði börnum og fullorðnum: Grilluðum hreindýraborgara, hann slær alltaf í gegn! 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira