Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Hérað

Icelandair hótel Hérað

Um Icelandair hótel Hérað

Icelandair hótel Hérað er spennandi staður heim að sækja allt árið um kring og fagnar nú 20 ára afmæli sínu. Alrými hótelsins, fundaraðstaða, veitingastaður og bar var endurnýjað vorið 2013 og er hið glæsilegasta. Hlýleiki og notalegheit eru allsráðandi í hönnuninni sem ber austfirsk einkenni Lagarfljótsormsins, hreindýra og villtra berja.

Stutt er í alla þjónustu en um leið er sveitakyrrðin ekki nema steinsnar í burtu. Andrúmsloftið er viðkunnalegt og þjónustan fagleg og vinaleg. Möguleikar til útivistar eru óteljandi hvort sem um fuglaskoðun, veiði eða fjallgöngur er að ræða, og hvað sem verður fyrir valinu er víst að náttúran og umhverfið er bæði skemmtilegt og spennandi. Að loknum góðum degi er upplagt að fá sér austfirskar kræsingar á  veitingastað hótelsins sem býður upp á dýrindis mat úr heimahaga líkt og lax, lífrænt grænmeti og hreindýrakjöt.

                                                                                       Ef þú ert heppin upplifir þú einstakt sólarlag af barsvölunum.

 


Icelandair hótel Hérað

Ferskar veitingar úr héraði

Á Icelandair hótel Héraði leggjum við áherslu á gæði og góða þjónustu. Hér er fallegur veitingastaður sem rúmar allt að 100 manns í sæti. Matreiðslumeistarar okkar sérhæfa sig í að matreiða úr hráefni sem fæst úr nærumhverfi hótelsins, til dæmis með því að nýta hreindýrakjöt, lambakjöt og fisk. Þá týnir hótelstarfsfólk ber og sveppi ásamt því sem allar mjólkurafurðir eru beint af býli.

Vinsælt er að enda viðburðarríkan dag á útsýnissvölum barsins með góðan drykk í hönd á meðan horft er yfir héraðið baða sig í miðnætursólinni.


Hér má sjá myndband um Icelandair hótel Hérað


Icelandair hótel Hérað - hótelstjóri

Hótelstjórinn Auður Ingólfsdóttir

Auður Ingólfsdóttir er hótelstjóri á Icelandair hótel Héraði. Auður er með um 30 ára reynslu í ferðaþjónustu samanlagt en hefur verið við stjórnvölinn á Icelandair Hótel Héraði síðustu 11 árin. Auður leggur stund á skíði enda telur hún að flottustu skíðasvæðin sé að finna fyrir austan, Stafdalur og Oddskarð. Auður nefnir Mjóafjörð sem uppáhaldsstað í nágrenninu. Þar er mjög friðsælt enda búa þar aðeins 18 manns. Í Mjóafirði er mögulegt að lifa að mestu leyti á því sem náttúran gefur af sér. Þar á Auður lítinn bát með utanborðsmótor sem hún siglir út á sjó og veiðir sér stundum í matinn með sjóstönginni sinni.

Lesa meira


Icelandair Hotel Herad

Ævintýri á Egilsstöðum

Egilsstaðir eru skemmtilegur staður heim að sækja bæði vetur og sumar og tökum við á Icelandair hótel Héraði vel á móti þér og þínum. Á Egilssstöðum og í nágrenni er náttúrufegurð mikil og almennt gott veðurfar. Nóg er um að vera, möguleikar til útivistar eru óteljandi hvort sem um er að ræða fuglaskoðun, veiði, fjallgöngur, sund, náttúrulaugar eða hreinlega að njóta góðs matar og slaka á. Tilvalið er að njóta unaðssemda lífsins á fyrsta flokks veitingastað hótelsins, þar sem m.a. er borin fram hreindýrasteik og leggja leið sína á barinn sem státar af svölum fyrir sólarlagsunnendur. Við leggjum okkur fram við að gera dvöl þína sem besta en andrúmsloftið á hótelinu er sérlega viðkunnalegt, enda hópurinn á Héraði eins og ein samrýmd fjölskylda.

Lesa meira


Icelandair Hotel HeradIcelandair Hotel Herad

Á Héraði...

  • Á Icelandair hótel Héraði geturðu horft á spaka hesta rölta um úti fyrir.
  • Spurðu okkur um Bar-Lóminn og Súluna.
  • Hægt er að skrá sig inn á hótelið eftir kl. 15:00. Gestir þurfa að skrá sig út af hótelinu fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi.
  • Farið varlega þegar þið röltið yfir Fljótið ef ormurinn skyldi láta á sér kræla.
  • Fátt er fallegra en að horfa á sólarlag af svölunum á barnum okkar.
  • Hérað er í næsta nágrenni við flugvöllinn á Egilsstöðum.
  • Vinsælasti rétturinn á matseðlinum hjá ungum sem öldnum er grillaður hreindýraborgari.
  • Í Selskógi eru fallegar gönguleiðir og leiksvæði sem gleðja fjölskylduna. Hér má sjá bækling með gönguleiðum og æfingum sem gera má á leiðinni.
  • Við gerum hópum tilboð í alls kyns veislur og viðburði.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira