Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 9
Booknow
Booking
Bóka Núna

Nýtt og endurbætt Icelandair hótel Hérað

Icelandair hótel Hérað

Endurbætur í tilefni af 15 ára starfsafmæli hótelsins

Efling ferðaþjónustu á Austurlandi. Nýjungar í boði á Austurlandi: High tea, Barbitar og Happy Hour.

Icelandair hótel Hérað fagnar 15 ára afmæli sínu og í tilefni þess hefur hótelið nú gengið í gegnum miklar endurbætur. Alrými hótelsins, þar sem gestamóttakan, veitingastaður, bar- og fundaraðstaða er, hefur verið að fullu endurnýjuð og notalegri setustofu hefur verið bætt við. Hlýleiki og notalegheit eru allsráðandi í hönnuninni sem ber austfirsk einkenni lagarfljótsormsins, hreindýra og villtra berja. Á sama tíma verður einnig boðið upp á meira úrval matar beint frá býli, austfirskar kræsingar upp á nýja vísu en í fyrsta sinn á Egilsstöðum verður boðið upp á High Tea sem og gómsæta barbita. Þá verður nýjung að bjóða upp á Happy Hour.


Icelandair hótel Hérað

Á Icelandair hótel Héraði geta gestir notið sveitakyrrðarinnar til hins ítrasta þótt öll þjónusta sé einnig á staðnum og nú í meira mæli á hótelinu sjálfu. Andrúmsloftið er viðkunnalegt og þjónustan fagleg og vinaleg. Óteljandi heillandi útivistarmöguleikar eru í boði í nágrenni hótelsins og hvort sem um ræðir fjallgöngu, veiði  eða fuglaskoðun er víst að náttúran og umhverfið er bæði spennandi og skemmtilegt. Í lokin á góðum degi er upplagt að setjast niður á glæsilegum veitingastað hótelsins og fá sér hreindýraborgara og horfa á sólina setjast sérstaklega fallega á svölum hótelbarsins. Icelandair hótel Hérað veitir ferðalöngum sannarlega einstaka íslenska upplifun.


Icelandair hótel Hérað

Icelandair hótel leggja áherslu á að upplifun hótelgesta sinna sé ávalt í takt við tíðarandann á hverjum stað fyrir sig og til að fylgja því eftir tekur rekstur okkar og þjónusta reglulegum breytingum. Þessi endurnýjun á Icelandair hótel Héraði markar nýtt og glæsilegt upphaf hjá hótelinu sem er eitt vinsælasta hótelið á austurlandi. Er það von okkar að þessar breytingar styrki frekar undir stoðir austfirskrar ferðaþjónustu og þá sér í lagi yfir vetrartímann en við endurbæturnar var sérstaklega horft til þess að húsið yrði vel í stakk búið að taka á móti vetrargestum, með notalegan arineld, huggulega setustofu og aðlaðandi veitingasal og bar.

Innanhúsarkitekt: Guðbjörg Magnúsdóttir. Eftirlit með framkvæmdum í höndum Mannvits á Egilsstöðum

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
Fax: +354 444 4001
herad(hjá)icehotels.is