Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hótelstjórinn Auður Ingólfsdóttir

Icelandair hótel Hérað - hótelstjóriIcelandair hótel Hérað

Auður Ingólfsdóttir er hótelstjóri á Icelandair hótel Héraði. Auður er með um 30 ára reynslu í ferðaþjónustu samanlagt en hefur verið við stjórnvölinn á Icelandair Hótel Héraði síðustu 11 árin. Auður leggur stund á skíði enda telur hún að flottustu skíðasvæðin sé að finna fyrir austan, Stafdalur og Oddskarð. Auður nefnir Mjóafjörð sem uppáhaldsstað í nágrenninu. Þar er mjög friðsælt enda búa þar aðeins 18 manns. Í Mjóafirði er mögulegt að lifa að mestu leyti á því sem náttúran gefur af sér. Þar á Auður lítinn bát með utanborðsmótor sem hún siglir út á sjó og veiðir sér stundum í matinn með sjóstönginni sinni.

Að hennar mati er þó fjallið Bjólfur í Seyðisfirði best geymda leyndarmál svæðisins. Á sínum tíma voru settir upp snjóflóðavarnargarðar í fjallinu sem hægt er að keyra upp að og útsýnið þaðan er þannig að manni finnst að hægt sé að horfa yfir allt landið.

Áhugamál Auðar eru fjölbreytt. Fyrst ber að nefna góðan mat en villibráðin er í uppáhaldi hjá henni ásamt framandi mat frá öðrum löndum. Hún leggur líka stund á útsaum og hannar þá eigin mynstur og saumar út í dúka og servíettur.

Auður hefur lagt sérstaka áherslu á bjóða upp á gott hráefni úr nágrenninu og nefnir hún sérstaklega villibráð, hreindýr og gæs. Á hverju hausti fær hún aðstoð fagmanna við að tína sveppi í skóginum, t.d lerkisveppi, sem síðan eru notaðir við matreiðslu á hótelinu. Einnig hefur Auður verið að bjóða upp á ferska bláberjasultu og krækiberjasultu og það nýjasta hjá henni er síróp úr hrútaberjum, krækiberjum og bláberjum sem er tilvalið út á salatið.     

Auður býður ykkur velkomin á Icelandair hótel Hérað og vonar að þið njótið dvalarinnar.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira