Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Kort og staðsetning

Icelandair hótel HéraðIcelandair hótel Hérað

Kort og staðsetning Icelandair hótel Hérað

Heimilisfang:
Icelandair hótel Hérað
Miðvangur 1-7,
700 Egilsstaðir

Beinn sími: 471 1500
Bókunarsími: 444 4000
Netfang: herad(hjá)icehotels.is
GPS: 65°15'42.60"N, 14°24'20.70"W

Icelandair hótel Hérað er á Egilsstöðum í Fljótsdalshéraði. Fljótsdalshérað er fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með um 3500 íbúa. Þar af búa ríflega 2100 manns í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ sem er stærsti þéttbýliskjarni á Austurlandi. Fljótsdalshérað er rómað fyrir náttúrufegurð og gott veðurfar, sem minnir oft á loftslag á meginlandi Evrópu. Skóglendi einkennir svæðið og setur mikinn svip á umhverfið og mannlífið. Fossar, vötn og ár setja svip á landið. Þar eru fjölmargir staðir vel fallnir til útivistar og margar skemmtilegar gönguleiðir hvort sem er í skógi eða fjöllum.

Egilsstaðarflugvöllur er stutt frá og tekur um 60 mínútur að ferðast með flugi frá Reykjavík en landleiðin er í um 655 km löng.

Fjarlægðir:

 • Vopnafjörður 133 km
 • Mývatn 165 km
 • Seyðisfjörður 27 km
 • Neskaupstaður 71 km
 • Höfn 247 km
 • Snæfell 99 km
 • Kárahnjúkar 115 km
 • Akureyri 269 km
 • Reykjavík 655 km

Hvernig á að komast á Icelandair hótel Hérað

 • Rúta - Hægt er að taka rútu frá Umferðarmiðstöðinni, nálgast má áætlun hér
 • Einkabíll / Bílaleigubíll – Við mælum með því að þú hafir kort eða GPS tæki (GPS: 65°15'42.60"N, 14°24'20.70"W) meðferðis.
 • Flug - Um 60 mínutur tekur að fljúga til Egilsstaða


View Larger Map

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel  Hérað
Miðvangur 1-7
700 Egilsstaðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 471 1500
herad(hjá)icehotels.is

Fáðu meira