Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Veitingar

 

Icelandair hótel Hamar - Veitingastaður

Hamarinn - Bistró, veitingastaður og bar

Á Icelandair hótel Hamri er Hamarinn - veitingastaður með fallegu útsýni yfir Borgarfjörðinn og fjöllin í suðri. Veitingastaðurinn hefur getið sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat úr hráefni úr héraði, veita faglega þjónustu og státa af dýrðlegu umhverfi.  Í matargerðinni er lögð áhersla á gæðahráefni úr heimasveit og er mikið af grænmeti ræktað á hótelinu. 

Frá kl. 11:00-18:00 bjóðum við upp á bistróseðil og frá 18:00-21:00 bjóðum við upp á girnilegan a la carte seðil.

Framúrskarandi þjónusta og notalegt umhverfi leyfa þér að njóta alls hins besta á Hamrinum - veitingastað Icelandair hótel Hamars.

Opnunartími: 11:00 - 21:00


Icelandair hótel Hamar - Bar

Morgunverðarhlaðborð

Við bjóðum upp á veglegt morgunverðarhlaðborð fyrir hótelgesti kl. 7:00 - 10:00. Ef óskað er eftir morgunmat fyrr eða herbergisþjónustu vinsamlega látið vita kvöldið áður.

Barinn

Fyrir matinn eða að máltíð lokinni er tilvalið að setjast niður í ró og næði á barnum eða á veröndinni og njóta útsýnisins. Víngerð er staðsett skammt frá hótelinu þar sem Reykja Vodka og snafsanir Opal og Topas eru framleiddir og eru vinsælir á hótelbarnum eftir mat. Þá bjórinn Steðji vinsæll, enda framleiddur í Borgarfirðinum.

Opnunartími: 11.30 - 00.00


Fyrir borðapantanir og frekari upplýsingar hafið samband í síma 433 6600 eða á hamar(hjá)icehotels.is

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Hamar
310 Borgarnes

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 433 6600
hamar(hjá)icehotels.is

Fáðu meira