Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Snæfellsnes

Kyngimagnað ævintýri

Stutt er að fara á Snæfellsnes frá Icelandair hótel Hamri. Snæfellsnes er langt nes á Vesturlandi milli Faxaflóa að sunnan og Breiðafjarðar að norðan. Á Snæfellsnesi eru nokkrir bæir meðfram ströndum, Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif og Hellissandur, allt eru þetta þorp og bæir sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi.  Fjallgarður liggur eftir Snæfellsnesi endilöngu en hæsta fjallið á nesinu er eldkeilan Snæfellsjökull (1446 m). Snæfellsjökull er frægur fyrir meinta dulræna krafta sem í honum eru sagðir búa. Snæfellsnes hefur upp á margt að bjóða fyrir náttúruskoðendur og ýmis konar spennandi afþreying fyrir unga sem aldna.

Afþreying

Þekkt afþreying á svæðinu eru siglingar um Breiðafjarðareyjar frá Stykkishólmi og bátsferðir frá Grundarfirði þar sem leitað er að hvölum og rennt fyrir fisk. Hraunhellar eru nokkrir á svæðinu og eru hvað þekktastir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þar hafa áhugamenn gert aðgengilegan Vatnshelli sem er stórkostleg náttúrusmíð sem enginn má missa af. Á vegum Þjóðgarðsins eru farnar skipulagðar ferðir í hellinn með leiðsögn landvarða. Á Snæfellsnesi er óvenju fjölbreytt flóra ólíkra safna. Má þar nefna Sjómannagarðinn á Hellissandi, Gamla pakkhúsið í Ólafsvík, Sögumiðstöðina í Grundarfirði og Byggðasafn Snæfellinga í Norska húsinu í Stykkishólmi. Í Stykkishólmi er einnig að finna Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar og Vatnasafnið. Auk þessa er vert að bragða á hákarli í Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn.

Snæfellsnes er stórkostlegt svæði fyrir útivistarfólk og gönguleiðir þar fjölmargar. Boðið er upp á skipulagðar ferðir upp á topp Snæfellsjökuls með snjósleða eða snjótroðara. Golfvellir eru nokkrir og nokkrar hestaleigur starfa á svæðinu.  Einstök náttúrulaug er á Lýsuhóli í Staðarsveit,  innilaug í Ólafsvík, ágæt útisundlaug með heitum pottum í Grundarfirði og í Stykkishólmi er ein af glæsilegri sundlaugum landsins.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Hamar
310 Borgarnes

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 433 6600
hamar(hjá)icehotels.is

Fáðu meira