Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Hamar

Icelandair hótel Hamar

Glæsilegt hótel í kyrrlátu umhverfi

Icelandair hótel Hamar er nýlegt og glæsilegt hótel á Vesturlandi á rólegum stað við golfvöllinn Hamar í þjóðleið rétt utan við Borgarnes. Á Icelandair hótel Hamri ríkir friðsæld og kyrrð sem gerir hótelið að fullkomnum stað til að slaka á og endurnærast, með faglega þjónustu og öll þægindi innan handar. Útsýnið yfir Borgarfjörðinn er stórbrotið og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat úr hráefni úr héraði. Áhugamanneskjur um golf geta glaðst því Hamarsvöllur er við hótelið en hann er talinn einn sá besti utan Reykjavíkur. Þeir sem ekki spila golf geta notið náttúrunnar með göngu í kring eða á fjall. Í hótelgarðinum eru hægt að hafa það huggulegt í heitum pottum undir stjörnubjartri nótt eða miðnætursól.


Icelandair hótel Hamar

Nálæg kyrrð

Icelandair hótel Hamar stendur við þjóðveg 1 um það bil 4 km. norður af Borgarnesi á miðjum golfvellinum að Hamri. Hótelið er vel staðsett í einungis klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Þú ert komin/nn í sveitina en samt við bæjardyr Borgarness. Á Icelandair Hótel Hamri nýtur þú kyrrðar í sveitinni, en öll þjónusta er þó innan seilingar í Borgarnesi. Þar sem þú finnur verslanir, heilsugæslu, íþróttaaðstöðu, söfn og fjölbreytta menningu. Margar góðar gönguleiðir eru í nágrenni hótelsins og hér má sjá gönguleiðabækling með styttri sem lengri gönguleiðum. Icelandair Hótel Hamar er fullkominn staður til þess að njóta alls hins besta sem Vesturland hefur upp á að bjóða. Hrífandi landslag Borgarfjarðar lætur engan ósnortinn, stutt er til sjávar og jökla og er Snæfellsnes innan seilingar.


Icelandair hótel Hamar

Hola í höggi á Hamri

Icelandair hótel Hamar stendur við Hamarsvöll sem er 18. holu, mjög skemmtilegur golfvöllur.

Golfvöllurinn  er frekar auðveldur í göngu liðast um hæða og ása umhverfis gamla bæinn að Hamri þar sem nú er klúbbhús og gististaður, Hvíti bærinn. Við áttundu flöt stendur svo Icelandair Hótel Hamar.

Vatn kemur við sögu á nokkrum holum og er 16. flöt umvafinn vatni á alla vegu.

Lesa meira


Icelandair hótel Hamar - Heitir pottar

Á Icelandair hótel Hamri...

  • Gestir geta skráð sig inn á hótelið eftir kl. 15:00 á komudegi og er útskráning fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi. Ef óskað er eftir öðru hafið samband við gestamóttöku.
  • Icelandair hótel Hamar er staðsett á golfvellinum að Hamri.
  • Á Hamri eru herbergi innréttuð sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga.
  • Við gerum tilboð í gistingu og viðburði fyrir hópa.
  • Borgarnes er aðeins í fimm mínútra akstursfjarlægð frá hótelinu.
  • Hér má finna gönguleiðabækling með gönguleiðum um nágrenni hótelsins.
  • Heitu pottarnir okkar eru dásamlegir í hvaða veðri sem er.

Skrá sig inn og út af hótelinu

Starfsfólk okkar er tilbúið að þjóna þér um leið og þú kemur.

  • Hægt er að skrá sig inn á hótelið eftir kl. 15:00
  • Gestir þurfa að skrá sig út af hótelinu fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Hamar
310 Borgarnes

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 433 6600
hamar(hjá)icehotels.is

Fáðu meira