Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Hamri

Það er sannkallaður fundarfriður í Borgarfirðinum og einungis klukkustundar akstur úr höfuðborginni. Icelandair hótel Hamar býður upp á glæsilegan fundarsal sem tekur allt að 80 manns. Framúrskarandi þjónusta, þægilegt umhverfi og glæsilegt útsýni er hluti af því sem fylgir fundarhöldum á Icelandair hótel Hamri.

Á Icelandair hótel Hamri er öll sú tækni í boði sem þarf til að halda góðan fund. Aðgangur að tölvu, háhraða þráðlausu neti auk sjónvarps, DVD spilara, skjávarpa og fléttitöflu. Starfsfólk okkar sér svo til þess að allt fari fram eins og óskað er eftir.

Eftir langan vinnudag er svo gott að geta gleymt sér, slakað á á golfvellinum eða í heita pottinum.

Dagsfundarpakkar

Hálfur dagur
    Kaffi, te og ávaxtasafi
    Morgun- eða síðdegishressing

Heill dagur
    Kaffi, te og ávaxtasafi
    Morgunhressing
    Tveggja rétta matseðill
    Síðdegishressing

Verð
    Hálfur dagur kr. 2.400,- á mann
    Hálfur dagur kr. 6.300,- á mann með tveggja rétta matseðli
    Heill dagur kr. 3.400,- á mann
    Heill dagur kr. 6.900,- á mann með tveggja rétta matseðli

    Gildir fyrir 10 manns eða fleiri

Frekari upplýsingar má nálgast á netfanginu: conference@icehotels.is eða í síma 444 4040

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Hamar
310 Borgarnes

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 433 6600
hamar(hjá)icehotels.is