Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Golfvöllurinn á Hamri

Icelandair hótel Hamar - Golfvöllur

Hola í höggi

Hamarsvöllur er 18 holur, mjög skemmtilegur golfvöllur sem er frekar auðveldur í göngu. Smelltu hér til að skoða glæsileg golftilboð á Icelandair hótel Hamri.

Völlurinn liðast um hæða og ása umhverfis gamla bæinn að Hamri þar sem nú er klúbbhús og gististaður, Hvíti bærinn. Við áttundu flöt stendur svo Icelandair hótel Hamar.

Vatn kemur við sögu á nokkrum holum og er 16. flöt umvafinn vatni á alla vegu.


Icelandair hótel Hamar - Golfvöllur

Golfklúbbur Borgarness var stofnaður 1973 og var völlurinn upphaflega hannaður af Þorvaldi Ásgeirssyni en Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt endurhannaði völlinn og bætti við 9 holum.  Í júní 2007 var völlurinn formlega tekin í notkun sem 18 holu völlur.

Völlurinn er par 71, 5338 m af hvítum teigum, 4939 m af gulum og 4405 m af rauðum teigum.

Veitingaaðstaða er í klúbbhúsi. Öruggara er að panta teigtíma á www.golf.is eða í klúbbhúsi.

 

 

 

Hér má sjá stórkostlegt myndskeið sem sýnir völlinn úr lofti. 

 

16. hola 

 

 

18. hola 

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Hamar
310 Borgarnes

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 433 6600
hamar(hjá)icehotels.is

Fáðu meira