Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Veitingar

 

Icelandair hótel Flúðir - Setustofa

Ferskt og lífrænt

Veitingastaður hótelsins er í glæsilegu og friðsælu umhverfi og er þar hægt að njóta dýrindis máltíðar og um leið fegurð sveitarinnar. Notalegur bar og setustofa er í opnu rými þegar komið er inn á hótelið, þar er hægt að slappa af eftir skemmtilegan og viðburðaríkan dag.

Flúðasvæðið er frægt fyrir sína lífrænu framleiðslu og á veitingastaðnum okkar gefst þér tækifæri til að smakka á góðgætinu. Þetta mikla landbúnaðarhérað á sér miklar hefðir í matreiðslu og nýtir vel þær afurðir sem ræktaðar eru og veiddar. Matreiðslumeistarar hótelsins leggja mikla áherslu á að nýta og þróa þessar hefðir með því að nota það besta sem matarkista héraðsins hefur upp á að bjóða.

                                                                                      Opnunartími frá kl. 18.30 – 21.00


Icelandair hótel Flúðir

Morgunverðarhlaðborð

Á Icelandair hótel Flúðum bjóðum við upp á vel útilátið og gómsætt morgunverðarhlaðborð í veitingastofunni frá kl. 7:30 - 10:00.

Við bjóðum gestum að njóta morgunverðarins inni á herbergi, vinsamlega látið gestamóttöku vita ef þess er óskað og eins ef óskað er eftir morgunverði fyrir kl. 7:30.

Ef vel viðrar býðst gestum að snæða morgunverðinn í hótelgarðinum okkar, sem er bæði skjólsæll og sólríkur á sumrin.


À la carte seðill

Forréttir

Rjómalöguð Flúðasveppasúpa
Kr. 1.650,-

Ítölsk hráskinka með mozzarella og klettasalati
Kr. 2.200,-

Fylltir Flúðasveppahattar með gratineruðu hvítlaukssmjöri og tómatbasil chutney
Kr. 2.100,-

Ferskt salat með rauðrófum og parmesan
Kr. 1.750,-

Heitreykt bleikja með salati og agúrkusósu
Kr. 2.300,-

Aðalréttir

Pönnusteiktur lax með blómkálsmauki, steiktu grænmeti, kartöflum og hvítvínssósu
Kr. 3.900,-

Lambagrillsteik með steiktu grænmeti, kartöflum og timiansósu
Kr. 5.100,-

Nautalund með ristuðum sveppum, steiktu grænmeti og rauðvínssósu
Kr. 5.900,-

BBQ svínarif með kántrý style kartöflum og fersku salati
Kr. 4.100,-

Kjúklingasalat Hótel Flúða með kjúkling, úrvali af fersku grænmeti, fetaosti, Avocado sósu og hvítlauksbrauði.
Kr. 3.150,-

Hamborgari a la Hótel Flúðir með grænmeti, frönskum kartöflum og kokteilsósu.
Kr. 2.200,-

Veganborgari með pulled Oumph!, grænmeti, aioli vegan majonesi og frönskum
Kr. 2.200,- Vegan

 

Eftirréttir


Heimalagað limónu-skyr með ferskum jarðarberjum og hafrakexi 
Kr. 1.450,-

Súkkulaðimús a la Hotel Fluðir með rjóma og Flúða-jarðarberjum
Kr. 1.850,-

Ís með ferskum jarðarberjum, súkkulaðisósu og þeyttum rjóma
Kr. 1.650,- 

Sorbet ískúlur með ferskum berjum
Kr. 1.650,-                    Vegan

 

 

Frekari upplýsingar fást í síma 486 6630 eða í tölvupósti á netfangið fludir(hjá)icehotels.is

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira