Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Umhverfisstefna á Icelandair hótel Flúðum

Markmið Icelandair hótela í umhverfismálum

Icelandair hótelin leggja áherslu á að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustunni við gestina.

Markmiðin eru:

  • Vinna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum vegna starfsemi hótelsins með því að fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu.
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins.
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglugerðum er varða umhverfismál sem og setja sér kröfur sem ganga lengra, eftir því sem við á.
  • Upplýsa gesti um umhverfisstefnu hótelanna og hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni.
  • Fræða starfsfólk og þjónustuaðila fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til betri árangurs á þessu sviði.

Hér má sjá pdf af umhverfisstefnu hótelsins.

Hér má lesa meira um umhverfisstefnu Icelandair hótela og hvernig hótelin vinna að því að lágmarka umhverfisáhrif. 

 Vinsamlegast hafið samband á eco(hjá)icehotels.is ef þið hafið ábendingar eða spurningar.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira