Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Flúðir

Icelandair hótel Flúðir

Um Icelandair hótel Flúðir

Á Icelandair hótel Flúðum er glæsileg gistiaðstaða og framúrskarandi veitingastaður í aðeins um klukkustundar akstursfjarlægð frá borginni. Hér er fegurð íslenskrar náttúru í algleymingi, bæði náttúrufegurð Flúðasveitarinnar sjálfrar og svo eru perlurnar Gullfoss og Geysir í næsta nágrenni. Flúðir eru mekka grænmetisræktunar og ber veitingastaður hótelsins merki um það en þar er ávallt nýupptekið grænmeti á boðstólum. Gestir hafa nóg við að vera við að til dæmis skoða gróðurhúsin, renna fyrir lax eða skella sér í útreiðatúr. Hótelgarðurinn er stolt okkar en þar er stemmingin notaleg allt árið um kring, hvort sem er undir skinnábreiðum við arineld eða í heitum pottum í kyrrð miðnætursólarinnar eða dansandi norðurljósa.


Icelandair hótel Flúðir

Mekka grænmetisræktunar

Á Flúðum hefur jarðhiti verið nýttur til grænmetisræktunar í áraraðir og því ekki að ástæðulausu sem Flúðir hafa verið kallaðar mekka grænmetisræktunar á Íslandi. Gaman er að taka göngutúr um gróðurhúsin og þegar vel stemdur á hefur hótelstjórinn Margrét boðist til að leiðsegja hópum í gegnum gróðurhúsin.

Veitingastaður hótelsins notar aðeins ferskt grænmeti frá Flúðum allan ársins hring.


Hótelstjórarnir

Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir hafa rekið Icelandair hótel Flúðir frá árinu 2001.

Samanlagt hafa þau áratuga reynslu í hótel- og veitingabransanum. Gummi er kokkur en áhugamál hans eru bílar og fótbolti þar sem enska liðið Arsenal er í uppáhaldi. Magga spilar bridge en hún æfir einu sinni í viku með Bridgefélagi Hrunamanna. Þess má einnig geta að listamaðurinn Tolli er í sérstöku uppáhaldi hjá þeim skötuhjúum og prýða verk hans alla veggi í opnu rými hótelsins. 

Lesa meira

Icelandair hótel Flúðir

Á Flúðum...

  • Hægt er að skrá sig inn á hótelið eftir kl. 15:00
  • Gestir þurfa að skrá sig út af hótelinu fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi
  • Hótelgarðurinn er stolt okkar og yndi - með heitum pottum, bar og grilli.
  • Magga hótelstjóri býður heppnum gestum í gönguferðir með traustri leiðsögn.
  • Margar góðar, stuttar sem langar, gönguleiðir eru í nágrenninu, hér má skoða gönguleiðabækling um svæðið.
  • Icelandair hótel Flúðir eru aðeins 100 km frá Reykjavík.
  • Á Flúðum er eina sveppaverksmiðja landsins.
  • Fundir á Flúðum eru oft óvenju árangursríkir.
  • Einstakar aðstæður fyrir rómantískt dekur undir skini norðurljósanna.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira