Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Risa útihátíð Bylgjunnar og Olís á Flúðum

Risa útihátíð Bylgjunnar og Olís á Flúðum – Laugardaginn 13. júlí 2013

Tjúllum og Tjei verða á ferð um landið í allt sumar og þann 13. júlí nk. verða þeir á Flúðum.   Hátíðin hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Hreimsborgarar verða í beinni útsendingu á Bylgjunni á Icelandair hótel Flúðum milli 9:00 -12:00 og svo verða Tjúllum og Tjei í beinni útsendingu milli kl. 12:20 og 16:00 í útsendingarbíl Bylgjunnar við Félagsheimilið.

Úrvalslið skemmtikrafta á sviði – Má þar nefna dúettinn Fannar og Karitas, Íþróttaálfurinn og Solla striða, Stuðlabandið frá Selfossi, Einar Mikael - töframaður, Erna Hrönn, Pétur Guðmundsson og síðast en ekki síst hljómsveitin Á móti Sól.

Auk þess verða leiktæki fyrir börnin, ískalt Coke og gómsætar pylsur frá SS á grillinu í boði Olís fyrir viðstadda og ómælt magn af grænmeti frá garðyrkjubændum á Flúðum á markaðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira