Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Gamla Laugin á Flúðum

Gamla laugin ætti án efa að vera einn af þeim viðkomustöðum sem þú skoðar á ferðlagi þínu um suðurlandið. Staðsetning laugarinnar er í Hverahólmanum á Flúðum en þar má meðal annars finna lítinn goshver sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin sjálf hefur nú verið endurbyggð og þjónustuhús opnað með búningsklefum og sturtum. Við endurbyggingu laugarinnar var leitast við að halda í sérstöðu laugarinnar, gamlar hefðir tengdar lauginni og umhverfi hennar. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring en vatnið í lauginni er 38-40 °C heitt. Hverasvæðið umhverfis laugina gefur dulúðugan blæ þar sem hægt er að horfa á hverinn gjósa og á veturna má gjarnan sjá norðurljósin dansa yfir lauginni.

Öll aðstaða við laugina er einkar góð en þar má finna búningsaðstöðu, kaffihús og setustofu.

Nánari upplýsingar um Gömlu laugina má sjá með því að smella hér.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira