Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Ævintýri á Flúðum

Flúðasvæðið hefur löngum verið þekkt fyrir mikla grænmetis ræktun þar sem notast við jarðvarmann á svæðinu. Stutt ganga er frá hótelinu að gróðurhúsunum þar sem hægt er að kaupa nýuppskorið grænmeti á hverjum degi.

Suðurlandið skartar þekktum náttúruperlum svo sem Gullfossi, Geysi, Þingvöllum, Þjórsárdal og Háafossi sem allar eru stutta akstursleið frá Flúðum. En einnig er mikið um leyndar perlur í nágrenni hótelsins sem vert er að skoða. 

Við mælum einnig eindregið með nýjum ferðum Secret Local sem bjóða uppá einstakar dagsferðir á ævintýralega flotta staði í nágrenni við Flúðir sem fæstir hafa áður séð. Þér er velkomið að bóka og fræðast meira hjá okkur í hótelmóttökunni á Icelandair hótel Flúðir. 

Njóttu þess að fara í laxveiði, skoða gróðurhúsin, fara í afslappandi bað í Gömlu Lauginni, fara á hestbak, í fótbolta- og frisbígolf eða í flúðasiglingu niður Hvítá. Hér má sjá gönguleiðabækling með stuttum sem lengri gönguleiðum um svæðið ásamt æfingum sem gera má á leiðinni. Frekari upplýsingar um afþreyingu á svæðinu má finna á www.south.is

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira