Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hótelstjórarnir á Flúðum

Icelandair hótel Flúðir Icelandair hótel Flúðir

Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir hafa rekið Icelandair hótel Flúðir frá árinu 2001.
Samanlagt hafa þau áratuga reynslu í hótel- og veitingabransanum. Gummi er kokkur en áhugamál hans eru bílar og fótbolti þar sem enska liðið Arsenal er í uppáhaldi. Magga spilar bridge en hún æfir einu sinni í viku með Bridgefélagi Hrunamanna. Sameiginlegt áhugamál Gumma og Möggu er hestamennska og eiga þau tvo hesta. Stæll og Hugur, sem að flestra mati eru meðal flottustu gæðinga á landinu, eru í hesthúsi í Langholtskoti á Flúðum. Þess má einnig geta að listamaðurinn Tolli er í sérstöku uppáhaldi hjá þeim skötuhjúum og prýða verk hans alla veggi í opnu rými hótelsins.

Gummi og Magga eru sammála um það að erfitt sé að gera upp á milli áfangastaða í nágrenninu en nefna sérstaklega Laxárgljúfrin og þá sérstaklega vegna stórkostlegs útsýnis þegar horft er niður eftir gljúfrinu. Stuðlabergsnámurnar á Flúðum eru einnig ofarlega á listanum hjá þeim. Næsta sumar verður áhugavert fyrir þær sakir að áætlað er að opna náttúrulega hveralaug í Hvammi og gæti vel farið svo að sá staður verði ofarlega á vinsældalistanum.

Mikill meirihluti garðyrkjuframleiðslu landsins fer fram á Flúðum og ætti því ekki að koma á óvart að allt hráefni á hótelinu er ferskt og kemur daglega frá gróðurhúsunum í kring.  

Magga og Gummi bjóða ykkur velkomin á Icelandair hótel Flúðir.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira