Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Flúðum

Fundað í friði og ró á Icelandair hótel Flúðum

Icelandair hótel Flúðir er frábær staður fyrir fundi, ráðstefnur og kynningar. Aðeins tekur um klukkustund að aka út úr höfuðborginni yfir í hið friðsæla og einstaklega fallega landbúnaðarhérað þar sem Icelandair hótel Flúðir er vel staðsett.

Fundaraðstaðan rúmar allt að 80 manns, nýr og glæsilegur fundar- og ráðstefnusalur hefur verið tekinn í notkun og er hann útbúinn fullkomnustu tækjum. Fyrir utan hann er hægt að koma um 320 fundargestum fyrir bæði á og við hótelið.  

Fundaraðstaðan er tæknilega vel útbúin. Skjávarpi með geislabendli, CD/DVD spilari, hljóðkerfi, hljóðnemi, VHS spilari og flettitafla eru á meðal þess sem við getum boði upp á til að þjónusta þig. Við útbúum svo salinn eftir þínum óskum. Við bjóðumst jafnframt til að sjá um veitingar fyrir fundar- og ráðstefnugesti.  

Pantanir og frekari upplýsingar í síma 486 6630 eða á netfangið fludir@icehotels.is

******

Dagsfundarpakkar

Hálfur dagur

  • Kaffi, te og ávaxtasafi
  • Morgun- eða síðdegishressing

Heill dagur

  • Kaffi, te og ávaxtasafi
  • Morgunhressing
  • Tveggja rétta matseðill
  • Síðdegishressing

Verð

  • Hálfur dagur kr. 2.400,- á mann
  • Hálfur dagur kr. 6.300,- á mann með tveggja rétta matseðli
  • Heill dagur kr. 3.400,- á mann
  • Heill dagur kr. 6.900,- á mann með tveggja rétta matseðli

Frekari upplýsingar má nálgast á netfanginu: conference@icehotels.is eða í síma 444 4040

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira