Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Kort og staðsetning

 

Kort og staðsetning Icelandair hótel FlúðirIcelandair hótel Flúðir

Icelandair Hótel Flúðir er staðsett á Suðurlandi, nokkuð langt upp í landi, en þó aðeins um 100 km. austan við Reykjavík.
Heimilisfang:
Vesturbrún 1, 845 Flúðir.

Beinn sími: 486 6630
Bókunarsími: 444 4000

Flúðir er vaxandi þéttbýliskjarni og telja íbúar þar nú hátt í 800. Flúðir eru miðstöð menningar, þjónustu og félagslífs á svæðinu. Við erum stolt af því að vagga íslenskrar matjurtaræktar er í hreppnum og á svæðinu er öflugur landbúnaður enda skilyrði ákjósanleg. Veðrátta er með eindæmum blíð, frjósamur jarðvegur og óþrjótandi uppspretta af heitu og köldu vatni. 

Á Flúðum er oftar en ekki margt um manninn enda staðurinn víðfrægur fyrir sína miklu veðurblíðu og þá góðu aðstöðu sem ferðamönnum stendur til boða. Virk þátttaka þeirra gerir okkur mögulegt að standa fyrir öflugu menningar- og skemmtistarfi yfir sumarið sem tekur mið af  allri fjölskyldunni.
 
Flúðir er staðsett nálægt vinsælum ferðamannastöðum og nægir þar að nefna það sem í daglegu tali er kallað Gullni hringurinn (Golden Circle) en það eru fallegu náttúruperlurnar Gullfoss, hverasvæðið Geysir og þjóðgarðurinn Þingvellir  

Hvernig á að komast

 


View Larger Map

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Flúðir
Vesturbrún 1
845 Flúðir

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 486 6630
fludir(hjá)icehotels.is

Fáðu meira