Herbergi á Icelandair Hótel Flúðum
Á hótelinu eru 32 herbergi sem eru fallega innréttuð og útbúin öllum þeim þægindum sem búast má við á gæðahóteli. Öll herbergi eru með baðhergi með sturtu, parket er á gólfum og er aðgengi út í garð. Í rólegu og þægilegu andrúmslofti getur þú verið fullviss um að ná góðum nætursvefni eftir viðburðaríkan dag.
Aðbúnaður: Val er um tvíbreitt eða einbreitt rúm, sjónvarp, sími og hárþurrka.