Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Akureyri

Icelandair hótel Akureyri - lobbý

Glæsilegt hótel

Icelandair hótel Akureyri er vinalegt hótel sem opnaði sumarið 2011 með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða hvers vegna ekki að prófa gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.


Icealandair hótel Akureyri - hótelgarður

Hótelgarðurinn

Verönd vísar út í skemmtilegan hótelgarð þar sem stemningin er frábær bæði vetur og sumar, en gestir geta setið í kringum arinn og haft það notalegt undir skinnábreiðum. Skemmtileg stemmning getur myndast í hótelgarðinum þegar gestir snúa heim eftir ævintýri dagsins Tilvalið er að njóta gómsætra veitinga í hótelgarðinum. Veröndin nýtist einnig vel fyrir ýmis konar mannfögnuði og veislur en hún tengist aðalfundar- og veislusal hótelsins ásamt veitingastaðnum Aurora.

 

 


Icelandair hótel Akureyri

Vetrarævintýrið

Á veturna býðst gestum að nota upphitaða skíðageymslu með sérstökum inngangi og jafnframt fá gestir hótelsins 10% afslátt af skíðapassa í Hlíðarfjalli og geta keypt hann í gestamóttöku. Bakvið hótelbygginguna er fallegur hótelgarður með stórri verönd þar sem notalegt er að setjast niður og slaka á eftir góðan dag. Höfuðstaður Norðurlands er frábær áfangastaður sem býður upp á flest það sem hugurinn girnist; sögufræg hús, söfn, lystigarð, golfvöll, kaffihús, verslanir og þjónustu. Skammt er í allar helstu náttúruperlur norðan heiða og skíðaparadís sem enginn verður svikinn af.


Icelandair hótel Akureyri

Icelandair hótel Akureyri

  • Hægt er að skrá sig inn á hótelið eftir kl. 15:00. Gestir þurfa að skrá sig út af hótelinu fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi.
  • Hótelið er í sögulegu, nýendurbættu húsi sem áður hýsti Háskólann á Akureyri.
  • Gestamóttakan gengur undir nafninu "Stofa 14".
  • Veitingahúsið er staðsett í kjallaranum sem hefur tekið algjörum stakkaskiptum

Icelandair hótel Akureyri

  • Gamlar myndir frá Akureyri prýða hótelið.
  • Takið eftir verkinu "Að kvöldi dags" eftir norðlensku listakonuna Aðalheiði Eysteinsdóttur.
  • 12 herbergi með hjólastólaaðgengi.
  • Steinsnar frá hinni glæsilegu sundlaug Akureyrar.
  • Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í kringum hótelið, sjá má gönguleiðabækling hér ásamt æfingum sem gera má á leiðinni.

 


Markaðsskrifsstofa Norðurlands


Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is

Fáðu meira