Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Sundlaugin á Akureyri

Sundlaugin á Akureyri

Sundlaugin á Akureyri er steinsnar frá Icelandair hótel Akureyri, hinum megin við götuna.  Í sundlauginni er einnig mjög góð líkamsræktarstöð. Hótelgestir hafa sést skottast á baðsloppnum yfir götuna og í sund eftir viðburðaríkan dag...

Fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og barir í miðbænum. Í bæjarlandi Akureyrar eru fjölmargar göngu og hlaupaleiðir og auðvelt er að benda gestum á góðar 5- 10 km göngu- og hlaupaleiðir í nágrenninu á malbikuðum stígum. Í Kjarnaskógi og Naustaborgum er hægt að hlaupa á mjúkum skógarstígum. Safnamenning á Akureyri er rík en þar má nefna dúkku- og leikfangasafn, mótorhjólasafn og iðnaðarsafn sem segir sögu bæjarins í hnotskurn. Listasafnið á Akureyri hefur lengi verið með athyglisverðar sýningar og jafnframt er hægt að skipuleggja heimsóknir til listamannanna sem búa á Akureyri.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is

Fáðu meira