Sundlaugin á Akureyri
Sundlaugin á Akureyri
Sundlaugin á Akureyri er steinsnar frá Icelandair hótel Akureyri, hinum megin við götuna. Í sundlauginni er einnig mjög góð líkamsræktarstöð. Hótelgestir hafa sést skottast á baðsloppnum yfir götuna og í sund eftir viðburðaríkan dag...
Fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og barir í miðbænum. Í bæjarlandi Akureyrar eru fjölmargar göngu og hlaupaleiðir og auðvelt er að benda gestum á góðar 5- 10 km göngu- og hlaupaleiðir í nágrenninu á malbikuðum stígum. Í Kjarnaskógi og Naustaborgum er hægt að hlaupa á mjúkum skógarstígum. Safnamenning á Akureyri er rík en þar má nefna dúkku- og leikfangasafn, mótorhjólasafn og iðnaðarsafn sem segir sögu bæjarins í hnotskurn. Listasafnið á Akureyri hefur lengi verið með athyglisverðar sýningar og jafnframt er hægt að skipuleggja heimsóknir til listamannanna sem búa á Akureyri.