Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Mývatn

Á Mývatni er að finna einstaka náttúrufegurð og dýralíf. Lífríki Mývatns er einstakt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa mýs sem þar er. Talið er að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Þá er það þéttasta straumandabyggð jarðar við ofanverða Laxá og húsöndin verpir hvergi annars staðar í Evrópu.

Mývatn er um 37 km2 að stærð og með stærstu vötnum á Íslandi. Það er mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Meðaldýpi vatnsins er 2,5 m og mesta náttúrulega dýpi aðeins um 4 m.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is

Fáðu meira