Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Menning og mannlíf

Höfuðstaður Norðurlands er frábær áfangastaður sem býður upp á flest það sem hugurinn girnist; sögufræg hús, söfn, lystigarð, golfvöll, kaffihús, verslanir og þjónustu. Skammt er í allar helstu náttúruperlur norðan heiða og skíðaparadís sem enginn verður svikinn af.

Safnamenning á Akureyri er rík en þar má nefna dúkku- og leikfangasafn, mótorhjólasafn og iðnaðarsafn sem segir sögu bæjarins í hnotskurn. Listasafnið á Akureyri hefur lengi verið með athyglisverðar sýningar og jafnframt er hægt að skipuleggja heimsóknir til listamannanna sem búa á Akureyri.
 
Hof er miðstöð menningar á Norðurlandi og skapar verðugan ramma um menningar- og tónlistarlíf með því að bjóða upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir fjölbreytilega viðburði, s.s. á sviði tónlistar, leiklistar og danslistar. Við mælum með skemmtilegri menningarferð til Akureyrar með viðkomu á skemmtilegan menningarviðburð í Hofi. Sjá dagskrá hér.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is

Fáðu meira