Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hefðarferð á Súlur 25. júlí 2013

Hefðarferð á Súlur í samvinnu Icelandair hótel Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri verður farin fimmtudagskvöldið 25. júlí.

Hefðarferð á SúlurMæting er á Icelandair hótel Akureyri kl. 18.30 og farið verður í rútu að upphafsstað göngunnar sem hefst kl. 19.00
Trússhestar verða með í för og þeir munu bera m.a. kampavín og glös. En stefnt er að því að skála á tindinum ca 22.00
Hefðarfatnaður áskilinn  – síðpils og blúndur, skyrta, hálsbindi og hattar. Ljósmyndari verður með í för sem myndar á toppnum endurgerð gömlu myndarinnar

Skráningargjald 2.000 kr - greiðist við mætingu.
Innifalið er rútuferð, leiðsögn, kampavín.

Skráning hjá Icelandair hótel Akureyri frá 10. júlí í síma 518 1000 eða á akureyri(hjá)icehotels.is

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is

Fáðu meira