Icelandair hótel bjóða upp á níu glæsileg hótel, sjö þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Veislur

Við á Icelandair hótel Akureyri bjóðum upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir hvers kyns veislur og boð eins og brúðkaup, fermingar, afmæli og árshátíðir. Við höfum úr stórum sal að ráða sem hægt er að stúka niður í minni sal. Þá er einnig tilvalið að hafa boð úti á pallinum í hótelgarðinum í góðu veðri.

Salurinn okkar tekur upp í 100 manns í sitjandi veislu, auk þess sem hægt er að nota pallinn þegar vel viðrar. Í alrými hótelsins hjá gestamóttökunni getum við haldið allt að 120 manna boð.

Þar sem hótelið er jafnan mikið bókað yfir sumartímann þarf að panta fyrir veislur á þeim tíma með löngum fyrirvara.

Við búum yfir fyrsta flokks matreiðslufólki sem sér um veitingarnar og útbýr eftir þínum þörfum.

Fyrirspurnir og pantanir sendist á akureyri@icehotels.is eða í síma 444 4040.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is