Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Fundir á Icelandair hótel Akureyri

Akureyri sem oft er nefndur höfuðstaður Norðurlands er frábær staður fyrir fundi sem og afþreyingu af ýmsum toga. Akureyri er einungis klukkustundar flugferð frá höfuðborginni.

Icelandair hótel Akureyri er vel staðsett og stutt í alla þjónustu. Fundarsalurinn okkar á Icelandair hótel Akureyri hentar mjög vel fyrir minni fundi og kynningar. Salurinn tekur allt að 30 manns og þar er að finna flestan nauðsynlegan tæknibúnað. Að sjálfsögðu bjóðum við svo upp á fundarveitingar og þá er tilvalið fyrir fyrirtæki og hópa að taka morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð á veitingastaðnum okkar, Aurora.

 • Allt að 30 manns – hentar vel fyrir umræður og annað slíkt
 • Allar veitingar matreiddar á staðnum af kokkunum á Aurora
 • LCD skjár af fremstu gerð
 • Þráðlaust net
 • Hótel herbergi á hagstæðum kjörum fyrir fundargesti utan af landi
 • Frábær aðstaða fyrir kokteil að fundi loknum
 • Stutt í miðbæinn

Fundaraðstaða er undirbúin fyrir komu gesta og þjónar eru til aðstoðar yfir fundartíma. Veitingar eru bornar fram eftir óskum. Við aðstoðum þig við undirbúning og skipulag hvers viðburðar og bjóðum upp á vingjarnlegt andrúmsloft, fagmennsku og sveigjanleika.

Dagsfundarpakkar

Hálfur dagur

 • Kaffi, te og ávaxtasafi
 • Morgun- eða síðdegishressing

Heill dagur

 • Kaffi, te og ávaxtasafi
 • Morgunhressing
 • Tveggja rétta matseðill
 • Síðdegishressing

Verð

 • Hálfur dagur kr. 3.450,- á mann
 • Hálfur dagur kr. 7.550,- á mann með tveggja rétta matseðli
 • Heill dagur kr. 4.850,- á mann
 • Heill dagur kr. 8.950,- á mann með tveggja rétta matseðli
 • Gildir fyrir 10 manns eða fleiri

Frekari upplýsingar má nálgast á netfanginu: akureyri@icehotels.is eða í síma 518 1000

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is

Fáðu meira