Icelandair hótel bjóða upp á níu glæsileg hótel, sjö þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Árshátíðir á Icelandair hótel Akureyri

Veislusalurinn okkar hentar vel fyrir árshátíðir hjá fyrirtækjum og hópum. Við leggjum mikinn metnað í árshátíðarseðil okkar og reynum eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir og óskir ólíkra viðskiptavina.

  • Allt að 90 manns í sæti
  • Gómsætur matseðill frá Aurora – allt eldað á staðnum
  • Hægt er að hafa tónlist allt til kl. 23:00
  • Hægt að leigja hljóðkerfi fyrir veislustjóra
  • Hótel herbergi á hagstæðum kjörum fyrir árshátíðargesti

Hér gefur að líta á árshátíðarmatseðla Icelandair hótel Akureyri:

Matseðill 1

Himnesk humarsúpa með steiktum humarhölum og trufflurjóma.
Innbökuð nautalund „Wellington“  með rauðvínssósu, kastalakartöflum og  ofnbökuðu rótargrænmeti.
Créme brulée með engifer-karamellu ananas og Holtselsís
Kr. 9.400.-

Matseðill 2

Graflaxvefja fyllt með reyklaxamús, súrsuðu fenneli og kryddjurtakrem.
Grillað lambahryggsvöðvi með kartöfluköku, gljáðum gulrótum, sellerírót, niðurlögðum laukum í dökkum Kalda bjór og blóðbergsgljáa
Volg súkkulaðikaka með mjúkri miðju,  Holtselsís og ávöxtum.
Kr 8.900

Matseðill 3

Léttelduð bleikja með sojagljáa, bleikjuhrognum  og dilli
Úrvals nauta ribeye, grillað með steiktu kartöflusmælki, tveim tegundum af sósu ( rauðvíns og bearnaise ) fersku salati með steiktum sveppum og strengjabaunum.
Pavlova, hvítsúkkulaði skyrfrauð, mango-ástríðusalsa, krumbl og vanillu Holtselsís   
Kr 9.400

Einnig er að sjálfsögðu hægt að fá grænmetisrétt, fiskrétt eða kjúkling í stað kjötrétts.

 

Pantanir og frekari upplýsingar í síma 518 1000 eða á akureyri(hjá)icehotels.is

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is