Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Vetrardýrð á Akureyri

Icelandair hótel Akureyri er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. . Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk eða hvers vegna ekki að prófa hið dásamlega High Tea með alls kyns lostæti.

Okkar hugmyndir að afþreyingu

  • Rölta um miðbæinn og upplifa stemninguna
  • Þeysa niður brekkur Hlíðarfjalls
  • Hlýða á fallegar tónsmíðar í Hofi
  • Kíkja í jólahúsið allan ársins hring
  • Ræða þjóðmálin í heita pottinum í Sundlaug Akureyrar
  • Kaupa kók í bauk og fá sér Brynjuís
  • Slaka á í lok dags í hótelgarðinum í góðra vina hópi

Verð Kr. 16.900,- á nótt fyrir tvo miðað við tveggja manna herbergi ásamt morgunverði.

Afbókunarskilmálar:  Ekki hægt að breyta eða afbóka eftir bókun.

Bókunarskilmálar: Gefa þarf upp gilt kreditkort til þess að staðfesta bókun. Þegar bókuð eru fleiri en 5 herbergi gilda aðrar afbókunarreglur.

 

Gildir 15. október 2018 – 15. maí 2019

Icelandair hótel

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Akureyri
Þingvallastræti 23
600 Akureyri

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 518 1000
akureyri(hjá)icehotels.is

Fáðu meira