Fara í efni
Heim

Þjónusta

Njóttu alls þess sem Icelandair hótel Hamar hefur upp á að bjóða. 

  • Innritun er frá klukkan 15:00 á komudegi
  • Útskráning er fyrir hádegi 12:00 á brottfarardegi

Barinn

Fyrir matinn eða að máltíð lokinni er tilvalið að setjast niður í ró og næði á barnum eða á veröndinni og njóta útsýnisins. Víngerð er staðsett skammt frá hótelinu þar sem Reyka Vodka og snafsanir Opal og Topas eru framleiddir og eru vinsælir á hótelbarnum. 

Opnunartími: 11.30 - 23.00

Morgunverðarhlaðborð

Við bjóðum upp á veglegt morgunverðarhlaðborð fyrir hótelgesti kl. 8:00 - 10:00. Ef óskað er eftir morgunmat fyrr eða herbergisþjónustu vinsamlega látið vita kvöldið áður.

Golfvöllurinn á Hamri

Hamarsvöllur er 18 holur, mjög skemmtilegur golfvöllur sem er frekar auðveldur í göngu. Völlurinn liðast um hæða og ása umhverfis gamla bæinn að Hamri. Á Icelandair hótel Hamri fer fram öll afgreiðsla og umsýsla með rástíma. Vellinum var breytt árið 2018 er er nú fyrsti teigur við hótelið og einnig 18. hola. Hægt er að fá leigða golfbíla, golfsett og golfkerrur á staðnum. 

Hamarinn Restaurant

Hamarinn - veitingastaður er með fallegu útsýni yfir Borgarfjörðinn og fjöllin í suðri. Veitingastaðurinn hefur getið sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat úr hráefni úr héraði, veita faglega þjónustu og státa af dýrðlegu umhverfi.  Í matargerðinni er lögð áhersla á gæðahráefni úr heimasveit og er mikið af grænmeti ræktað á hótelinu. 

Opið frá 18:00-21:00