Fara í efni
Heim

Hótelið - Hamar

Hola í höggi 

Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel á Vesturlandi á rólegum stað við golfvöllinn Hamar í þjóðleið rétt utan við Borgarnes. Á hótelinu ríkir friðsæld og kyrrð sem gerir hótelið að fullkomnum stað til að slaka á og endurnærast, með faglega þjónustu og öll þægindi innan handar. Útsýnið yfir Borgarfjörðinn er stórbrotið og Hamarinn, veitingastaður hótelsins, hefur getið sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat úr hráefni úr héraði.

Áhugamanneskjur um golf geta glaðst því Hamarsvöllur er við hótelið en hann er talinn einn sá besti utan Reykjavíkur. Þeir sem ekki spila golf geta notið náttúrunnar með göngu í kring eða á fjall. Í hótelgarðinum eru hægt að hafa það huggulegt í heitum pottum undir stjörnubjartri nótt eða miðnætursól.

Icelandair hótel Hamar

 

Icelandair hótel Hamar

Græn í gegn

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Icelandair hótel Hamar gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Icelandair hótel  vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.

Markmið í umhverfismálum:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
  • Fylgja lögum og reglugerðum  umumhverfismál og fara lengra þar sem við á
  • Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur   
  • Fræða starfsfólk og þjónustuaðila um umhverfismál 

 

Nálæg kyrrð

Icelandair hótel Hamar stendur við þjóðveg 1 um það bil 4 km. norður af Borgarnesi á miðjum golfvellinum að Hamri. Hótelið er vel staðsett í einungis klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Þú ert komin/nn í sveitina en samt við bæjardyr Borgarness.

Á Icelandair Hótel Hamri nýtur þú kyrrðar í sveitinni, en öll þjónusta er þó innan seilingar í Borgarnesi. Þar sem þú finnur verslanir, heilsugæslu, íþróttaaðstöðu, söfn og fjölbreytta menningu. Margar góðar gönguleiðir eru í nágrenni hótelsins með styttri sem lengri gönguleiðum.  Hrífandi landslag Borgarfjarðar lætur engan ósnortinn, stutt er til sjávar og jökla og er Snæfellsnes innan seilingar.

Icelanandair hótel Hamar