Fara í efni
Heim

Þjónusta - Vík

Icelandair hótel Vík býður upp á öll helstu þægindi  í gistingu, mat og drykk. 

Morgunverðarhlaðborð

Á veitingastaðnum Berg er framreitt veglegt morgunverðarhlaðborð alla daga frá 07:00 til 10:00 á sumrin
en frá kl 08:00 til 10:00 á veturna. Úrvalið á hlaðborðinu er fjölbreytt allt frá morgunkorni til vafflanna 

Veitingastaðurinn Berg

Á Berg er lagður metnaður í veglegan íslenskan  a la carte matseðil þar markmiðið er senda bragðlaukana  í spennandi ferðalag um svæðið en umgjörð veitingastaðarins og fallegt umhverfið gefur gestum okkar sérlega notalega upplifun. Veitingastaðurinn Berg er opinn frá kl 18:00 -22:00 alla daga. 

Hótelbarinn

Bar hótelsins er staðsettur í móttökunni, útsýnið er ekki af verri endanum, en að auki má ylja sér við arineldinn á köldum vetrarkvöldum. Hér er tilvalið að setjast niður og blanda geði við aðra gesti hótelsins, eiga kost á að heyra skemmtilegar ferðasögur og ekki síður deila með öðrum sögum af ykkar viðburðaríka degi á Suðurlandi.  Barinn er opinn frá kl. 16:00 – 23:00