Fara í efni
Heim

Hótelið - Vík

Náttúran heillar

Icelandair hótel Vík er á besta stað í Vík í Mýrdal og opnaði í byrjun sumars 2014. Það lúrir undir sandsteinsbrekkunum umvafið stórbrotinni náttúru allt um kring. Útsýnið er dýrðlegt, annars vegar yfir fjöruna, hafið og Reynisdranga og hins vegar að fjölskrúðugum klettinum og fuglalífi en lundinn er aðeins í seilingarfjarlægð í Reynisfjalli. Mýrdalsjökull ver byggðina á virðulegan hátt og ævintýrin eru allt um kring.

Hótelið er með glæsilega innréttuð herbergi þar sem íslensk hönnun fær að njóta sín, innblásin af stórbrotinni náttúrunni allt um kring og starfsfólkið nýtur þess að dekra við gestina, auk þess sem öll almenn þjónusta er til fyrirmyndar í bænum. 

 

Icelandair hótel Vík

 

Icelandair hótel Vík

Græn í gegn

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Icelandair hótel Reykjavík Marina gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Icelandair hótel  vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.

Markmið í umhverfismálum:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
  • Fylgja lögum og reglugerðum umhverfismál og fara lengra þar sem við á
  • Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur

 

 

Magnað umhverfi

Hótelið er staðsett í litla þorpinu Vík í Mýrdal sem er einstaklega fallegt rólegheita þorp sem skemmtilegt er að taka göngutúr um. Þegar betur er að gáð býr þorpið yfir fjölmörgum leyndum perlum, eins og reyndar allt svæðið í kring sem skartar einu stórbrotnasta landslagi Íslands. Hér erum við umvafin jöklum, hafinu og víðáttumiklum söndum. Úfinn sjórinn sem liggur með allri ströndinni glottir til Mýrdalsjökuls sem trónir yfir sveitinni, kyngimagnaður.

Lundinn, fuglinn með litskrúðuga nefið, dregur til sín ferðamanninn enda er hér á ferð mjög sjaldgæfur og fallegur fugl. Með því að ganga eða keyra upp á Reynisfjall getur fólk verið í seilingarfjarlægð frá þessum einstaka fugli. Í bátsferðum frá Dyrhólum hefur fólk einnig möguleika á að sjá fjölda tegunda sjávarfugla s.s. Langvíur, Svartfugl, Fýl, Ritu og svo mætti lengi telja. 

Icelandair hótel Vík