Fara í efni
Heim

Fundir & viðburðir

 

Bjartir og rúmgóðir fundarsalir

Á Icelandair hótel Vík eru mjög hentugt að halda fundi þar sem rólegheitin og jákvæðnin ræður ríkjum. Vík er í um einungis tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og hefur upp á að bjóða alla almenna þjónustu og meira til. Við útvegum allt sem þarf til fundarsetunnar og sjáum um að fundargestir séu mettir og sælir svo fundirnir skili sem mestum afköstum. Eftir árangursríkan fund eru óteljandi möguleikar til afþreyingar fyrir fundargesti og erum við boðin og búin að ráðleggja og aðstoða við skipulagningu þeirrar afþreyingar sem gestir hafa áhuga fyrir að nýta sér. Fyrir þá sem vilja heldur slappa af eftir fundarsetuna er setustofan með arninum og barinn tilvalinn til að láta líða úr sér, fylgjast með lífinu í kringum sig og spjalla við aðra gesti um árangur dagsins.

 

placeholder
placeholder

Við sérsníðum viðburðinn þinn

Við tökum að okkur að sjá um veislur af ýmsu tagi, svo sem afmæli, fermingar, brúðkaup, erfidrykkjur og annars konar boð. Við höfum yfir að ráða áralangri reynslu á veisluhöldum og leggjum metnað í að veislan heppnist fullkomlega.

Aðstaða hótelsins býður upp á einn 80 manna sal og einn 200 manna sal en einnig höfum við yfir að ráða 100 manna sal í nágrenni við hótelið. Við sérsníðum veisluna að þínum þörfum.

Hafðu samband á vik@icehotels.is eða í síma: 487-1480

 

 

Árshátíðir

Icelandair hótel Vík er einstaklega hentugt til þess að halda árshátíð fyrirtækja stórra sem smárra, fjarlægð frá Reykjavík er um 2 klst akstur og fjölbreyttur og skemmtilegur möguleiki á afþreyingu fyrir starfsfólk er fyrir hendi í nágrenninu. Veitingaaðstaða hótelsins er sérlega góð en einnig höfum við yfir að ráða hentugum fundarsölum fyrir fyrirtæki sem kjósa að nýta árshátíðina fyrir aðalfund eða starfsmannafund.

Starfsfólk og kokkar hótelsins er þaulvant því að framreiða glæsilegar veitingar sniðnar að þörfum gesta sinna og erum við boðin og búin að aðstoða við skipulagningu árshátíðarinnar með tilliti til möguleikanna sem svæðið okkar hefur upp á að bjóða. Hafið samband á vik@icehotels.is eða í síma: 487-1480

 

 

 

placeholder