Hótelið
Náttúrufegurð allt um kring
Hér er fegurð íslenskrar náttúru í algleymingi, bæði náttúrufegurð Flúðasveitarinnar sjálfrar og svo eru perlurnar Gullfoss og Geysir í næsta nágrenni. Herbergin eru hin glæsilegustu og vel fer um gesti á hótelinu.
Flúðir eru mekka grænmetisræktunar og ber veitingastaður hótelsins merki um það en þar er ávallt nýupptekið grænmeti á boðstólum. Gestir hafa nóg við að vera við að til dæmis skoða gróðurhúsin, renna fyrir lax eða skella sér í útreiðatúr.
Margar góðar, stuttar sem langar, gönguleiðir eru í nágrenninu


Græn í gegn
Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Icelandair hótel Flúðir gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Icelandair hótel vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.
Markmið í umhverfismálum:
• Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
• Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
• Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
• Fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál og
fara lengra þar sem við á
• Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur
• Fræða starfsfólk og þjónustuaðila um umhverfismál
Vagga grænmetisræktunar
Á Flúðum hefur jarðhiti verið nýttur til grænmetisræktunar í áraraðir og því ekki að ástæðulausu sem Flúðir hafa verið kallaðar vagga grænmetisræktunar á Íslandi. Gaman er að taka göngutúr um gróðurhúsin og þegar vel stemdur á hefur hótelstjórinn Margrét jafnvel boðist til að leiðsegja hópum í gegnum gróðurhúsin.
Veitingastaður hótelsins notar eingöngu ferskt grænmeti frá Flúðum allan ársins hring.


Hótelgarðurinn
Hótelgarðurinn er einstaklega fallegur og þar er stemmingin notaleg allt árið um kring, hvort sem er undir skinnábreiðum við arineld eða í heitum pottum í kyrrð miðnætursólarinnar eða dansandi norðurljósa.
Forvitnilegur fróðleikur
Á Flúðum er eina sveppaverksmiðja landsins.
Fundir á Flúðum eru oft óvenju árangursríkir