Vinaleg stemning í einstakri náttúrufegurð
Á Icelandair hótel Flúðum ertu kominn á glæsilegt hótel í dýrðlegri sveit á aðeins um klukkutíma frá borginni. Þú nýtur vinalegrar stemningar á hótelinu og einstakrar náttúrufegurðar allt um kring. Færð þér ferskt grænmeti og með því á veitingastað hótelsins, nýupptekið úr Flúðasveitinni sjálfri sem oft er kölluð vagga grænmetisræktunar á Íslandi. Upplifunin í hótelgarðinum er einstök jafnt sumar sem vetur þegar setið er undir skinnábreiðu við arineldinn eða í heitum potti í kyrrðinni undir dansandi norðurljósum eða rómaðri miðnætursólinni.
- 32 tveggja manna herbergi
- Dásamlegur hótelgarður með bar og heitum pottum
- Aðeins 100 km frá Reykjavík
- Hótelgestir fá 10% afslátt í Laugarvatn Fontana
- Stutt í vinsælar náttúruperlur, m.a. Gullfoss og Geysi
- Gaman að skoða gróðurhúsin á Flúðum
- Rafhleðslustöð - hrað