Fara í efni
Heim

Konsúlat Dining Room

Konsúlat Dining Room

Velkomin í borðstofu konsúlsins

Verið velkomin á veitingastaðinn á Reykjavík Konsúlat hótel sem hefur sögulega skírskotun til konsúlsins og frumkvöðulsins Ditlev Thomsen. Rólegt og notalegt andrúmsloftið er frábært fyrir ljúffenga drykki og dýrindis mat. Á boðstólum er úrval klassískra rétta úr hágæða hráefni. Á Reykjavík Konsúlat Bar nýtur þú úrvals frábærra hanastéla, sérvalinna vína, bjóra og annarra drykkja. Bar bitarnir renna ljúflega niður með veigunum.

SKOÐA MATSEÐIL BÓKA BORÐ

Hópabókanir
Fyrir hópa stærri en 10 manns, vinsamlega hafið samband í gegnum netfangið okkar konsulatdiningroom@icehotels.is eða í síma 514 6800.

Konsúlat Dining Room er opið daglega frá 17:00 - 21:30.
Hafnarstræti 17, 101 Reykjavík.
Sími: 514 6800.

 

Jólasaga Konsúlat Dining Room

Upplifðu ósvikinn franskan jólaseðil að hætti Emmanuels Bodinaud, matreiðslumeistara Konsúlat Dining Room.
Emmanuel hefur sett saman hátíðlegan fjögurra rétta seðil þar sem allir réttir eru gerðir frá grunni.

Frönsk og kannski eilítið framandi jól bíða þín í hlýlegu umhverfi borðstofu Konsúlsins.

Sniglar Konsúlat
Brioche brauð, sniglar, spínatfondue, stökkt parmesankex

Steinhumar
Ansjósusmjör, sítrus, ástríðufrauð

Dádýr
Bláber, pera, steinselja, kastaníumauk

Súkkulaðidrumbur
Pralínkrem, makkarónur, fersk ber

Verð: 13.900 kr.

 

Konsúlat Dining Room

 

konsúlat bar

Reykjavík Konsúlat bar

Reykjavík Konsúlat bar býður úrval af fallegum kokteilum, léttvíni, bjór og öðrum drykkjum. Barbitar passa fullkomlega við drykkina.

Opnunartími Konsúlat bar
Daglega 12:00 - 23:00
Barbitar 15:00 - 21:00
Happy Hour 16:00 - 18:00

Á Happy Hour bjóðum við valda bjóra, vínglös og kokteila á góðum kjörum.