Fara í efni
Heim

Haust í Reykjavík

Skelltu þér í borgarferð til Reykjavíkur í haust

Icelandair hótel Reykjavík Natura og Hilton Reykjavík Nordica bjóða frábær verð á hótelgistingu fyrir tvo ásamt morgunverði til og með 23. desember.
Skelltu þér í borgarferð og njóttu þess að gista á fallegu hóteli eins og góðum borgarferðum sæmir.

Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði í eina nótt á Hilton Reykjavík Nordica, Alda Hótel Reykjavík eða Icelandair hótel Reykjavík Natura
Frá 17.900 kr.

Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði í eina nótt á Canopy Reykjavík | City Centre
Frá 19.900 kr.

Á Icelandair hótel Reykjavík Natura vaknarðu með náttúrufegurðina allt um kring og fuglasöngurinn í morgungöngunni bæði róar og gleður.
Röltið í miðbæinn er stutt og skemmtilegt og eftir glaðan dag í bænum er upplifunin í spainu óviðjafnanleg.
Á hótelinu er list og menning í hávegum höfð og þú nýtur þess að skoða þig um.

Hilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins þar sem lögð er áhersla á fagmennsku og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk. Nálægð hótelsins við miðborgina annars vegar og hinn líflega Laugardal hinsvegar staðsetur hótelið á fullkominn stað til að upplifa Reykjavík.

Á Canopy Reykjavík höfum við lagt okkur fram við að sameina fallega hönnun, öðruvísi listaverk og öll helstu þægindi hótels. Litbrigði sjávar og hrauns einkenna hönnun herbergjanna þar sem gengið er enn lengra í þægindum. Íslenskri list er gert hátt undir höfðu og gerðu þér far um að uppgötva hvernig götulist var samofin hönnun hótelsins. Canopy Reykjavík er staðsett við Smiðjustíg í hjarta miðborgarinnar.

Alda Hótel Reykjavík er staðsett á Laugavegi 66-68 og er því frábær miðborgar staðsetning með nálægð við helstu verslanir, veitingastaði og menningu borgarinnar.

Fleiri tilboð

Kósý á Egilsstöðum

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Aðgangur í VÖK Baths
 • Drykkur á bar hótelsins
 • 23.000 kr. fyrir tvo (11.500 á mann)
ALLT INNIFALIÐ

Skíðagöngunámskeið á Akureyri

 • Fjórar skíðagönguæfingar
 • Fullt fæði innifalið
 • Tvær nætur ásamt morgunverði
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar

Fundarfriður úti á landi

Icelandair Hotels og Air Iceland Connect bjóða nú upp á sérstakt tilboð fyrir fundi og smærri ráðstefnur á Akureyri, Héraði og Mývatni.

Jólahlaðborð á Hamri

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Glæsilegt jólahlaðborð
 • Verð frá 17.500 kr. á mann
 • 21. og 28. nóvember