Fara í efni
Heim

Natura Spa

Natura Spa er tímabundið lokað út janúar. 

Breytingar hafa orðið á starfsseminni og verður ekki lengur boðið upp á nudd- og snyrtimeðferðir. 

Við verðum áfram staður vellíðunar þar sem viðskiptavinir geta komið og endurnært líkama og sál. Tekið sér stund frá amstri dagsins. 

Þeir viðskiptavinir sem eiga gjafabréf í nudd- og snyrtimeðferðir hjá Natura Spa geta nýtt þau hjá Hilton Reykjavík Spa eða notað þau í aðra þjónustu hjá Icelandair hótelum.
Gjafabréfin gilda þá sem inneign á öllum okkar hótelum, veitingastöðum og Hilton Reykjavík Spa.

Heill heimur vellíðunar

Þegar gengið er inn á Natura Spa blasir við heill heimur vellíðunar.  Hönnun heilsulindarinnar gengur út frá hugmyndinni um að fólk geti nært bæði líkama og sál án utanaðkomandi áreitis.

Aðgangseyrir:
Fullorðnir, 13 ára og eldri: 3000 kr.
Börn, 6 - 12 ára: 1500 kr. í fylgd með fullorðnum.
Börn yngri en 6 ára: Frítt í fylgd með fullorðnum.
Mest 2 börn með hverjum fullorðnum. 

 

flot natura spa
natura spa setustofa

Heit laug, gufubað og heitur pottur

Njóttu heitrar innilaugarinnar og prófaðu að láta þig fljóta og slaka á. Við erum einni með gufubað og heitan pott sem eru ómissandi hluti af slökun í Natura spa. Einnig er notalegt að koma sér vel fyrir í setustofunni okkar fyrir framan arininn og gleyma amstri dagsins.

Þú getur leigt baðföt hjá okkur fyrir 500 kr

Opnunartími Natura Spa:
Alla daga vikunnar
08:00 til 12:00* og
16:00 til 20:00*

Öll börn yngri en 13 ára eru velkomin milli 08:00 og 12:00 og verða að vera í fylgd með fullorðnum.

* Aðgangi er hætt 30 mín fyrir lokun

Fyrir nánari upplýsingar eða til að bóka hópa (fleiri en 6 manns) hafið samband í gegnum naturaspa@icehotels.is