Fara í efni
Heim

Superior Queen tveggja manna herbergi

Eitt af því sem vekur áhuga útlendinga á Íslandi er hin ríka menningarhefð þjóðarinnar. Þessi herbergi gera bókmenntum og listum hátt undir höfði

Superior Queen herbergin, sum hver, eru tileinkuð einu íslensku höfuðskáldi. Má þar nefna Halldór Laxness, Stein Steinarr, Davíð Stefánsson og Hannes Hafstein. Herbergin eru smekklega innréttuð í anda skáldanna sem herbergin er tileinkuð. Á herbergjunum er til sýnis brot af verkum þeirra auk upplýsinga um ævistarf þeirra og myndir af skáldunum.

Í bókastofunni á jarðhæðinni eru bókmenntir eftir þessa höfunda ásamt bókum um náttúru Íslands og myndlistarbækur.

Verð frá:

 • Í dag
 • 17.430 ISK
 • Næstu 30 dagar
 • 17.430 ISK
 • 30-60 dagar
 • 17.430 ISK
 • 60-90 dagar
 • 17.430 ISK

Aðbúnaður

 • Stærð u.þ.b. 21fm
 • Tvíbreitt rúm „Queen“
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frí nettenging
 • Lítill kæliskápur
 • Ketill, te og kaffi
 • Setustofa
 • Straujárn og straubretti
 • Baðherbergi með sturtu 
 • Hárþurrka
 • Baðsloppar
 • Öryggishólf
 • Parket á gólfi
 • Myrkvunargluggatjöld

Skoðaðu Reykjavík Natura

Satt veitingastaður

Satt er eldhúsið þitt að heiman, notalegt, ferskt og fallegt.

Happy Hour daglega frá  16:00 til 18:00

Á föstudögum  er Happy Hour frá 14:00 til 18:00

Natura spa

Natura Spa er heill heimur út af fyrir sig þar sem þú getur nært í senn líkama og sál án utanaðkomandi áreitis. Hjá Natura Spa er boðið upp á margar spennandi snyrti- og nuddmeðferðir þar sem fagmennska og persónuleg þjónusta er hávegum höfð.

Ræktin

Á jarðhæð hótelsins er alhliða líkamsræktaraðstaða sem er opin frá klukkan 06:00 á morgnana fram til klukkan  22:00 á kvöldin.