Dagfundarpakki á Héraði
Egilsstaðir er frábær kostur fyrir þá sem þurfa að funda eða halda ráðstefnur. Icelandair Hótel Hérað býður upp á margvíslega þjónustu fyrir ráðstefnuhaldara og er aðstaða öll eins og hún gerist best. Við leggjum allt okkar kapp í að gera fundi og ráðstefnur sem best úr garði. Fundaraðstaðan er nýlega endurnýjuð og allur búnaður fullkominn. Á hótelinu eru þrír fundasalir sem rúma frá 12 - 120 manns. Starfsfólkið er alltaf til staðar til að tryggja að þinghald og ráðstefnur gangi hnökralaust fyrir sig. Að sjálfsögðu berum við fram heimagerðar kræsingar fyrir fundar- og veislugesti.
Dagfundarpakkar
Hálfur dagur
- Kaffi, te og ávaxtasafi
- Morgun- eða síðdegishressing
Heill dagur
- Kaffi, te og ávaxtasafi
- Morgunhressing
- Tveggja rétta matseðill
- Síðdegishressing
Verð
- Hálfur dagur kr. 2.400,- á mann
- Hálfur dagur kr. 6.300,- á mann með tveggja rétta matseðli
- Heill dagur kr. 3.400,- á mann
- Heill dagur kr. 6.900,- á mann með tveggja rétta matseðli
Gildir fyrir 10 manns eða fleiri
Frekari upplýsingar má nálgast á netfanginu: herad@icehotels.is eða í síma 471 1500